
Ég hjúpa þig heilögum glussa,
Hreinsandi vessa sérhver jól
Þessi hefð er sígild,
Áhrif hans blíð og mild
Húð þín glitrar helg sem kranabjór
Ég hjúpa þig heilögum glussa,
Mjúkar ég herðar þínar þvæ
Höku þína nudda og hlæ,
Frelsarans glussa hátíð er í bæ
Hver þekkir seigju glussans
Eðlismass'ans. Þessi jól.
Hver metur áhrif vessans.
Á vegi hjartans. Þessi jól.
Di do dei, Heilnæm krem
Lífræn krem, Di do dei
Heilnæm krem, Nærandi andlitsmjólk
Hver mun kynna sér smyrsl þín?
Lósjönin blíð? Þessi jól.
Og hver mun kæla vel krem þín?
Nærand'og fín. Þessi jól
Di... do... de... Lifræn krem
Heilnæm krem
Lífræn krem
Heilnæm krem
Nærandi andlitsmjólk
Hver veitir húð þinni raka?
Svo þín haka, verði silkimjúk?
Og hver mun kreminu maka?
Hver mun vaka - yfir þinni húð?
Vaka yfir þurri húð?
Di... do... de...eh..
Líf... ræn.. Krem..
Heilnæm krem
Di.. do.. de.. eh.. oh
Hver þekkir rannsóknir Kristmanns?
Á sögu glussans? Þessi jól.
Og hver mun lesa þær upphátt?
i freyðibaði þessi jól
Ég ætla að kaupa frí-miða í röntgen,
Og láta tékka vel á beinunum
Ég er mögulega viðbeinsbrotinn,
lenti illa í jólasveininum
Ég var að opna ostasnakk, og guacamole ídýfu
Þegar ég var sleginn niður,
með vintage Yucatan smáskífu
Ég býð þér í röngten um jólin,
drífðu þig í Domus medica
Saman í röntgen um jólin,
síðan á Yucatan tónleika
Ég sé að flest þín bein eru prýðilega sterk.
Og ef ég geislaði þau, það yrði tímamótaverk
Um axlir mínar renna röntgengeislar
Þessi rannsókn er all ítarleg
Við gætum farið í ómskoðun
Almenn heilsugæsla er yndisleg
Ég vona að ég sé ekki verulega illa brotinn
Því að ég finn það vel, að ég er orðinn bálskotinn
Ég býð þér í röntgen um jólin, hittumst í Domus medica
Saman í röntgen um jólin, síðan á Yucatan tónleika
Það var eitt sinn um aðventu, Ég var á gangi um vetrarnótt
Heyrði prest þá skríkja dátt, Að öðru leyti allt var hljótt
Ég leit um öxl og svei mér ei, ef ekki Drottinn þar, seisei
ég sá með glussa-svuntu, við glussa-kar, og dýfð í þar presti´á aðventu
Það var um miðja aðventu
Drottinn með glussa-svuntu. Stóð yfir glussa-brunni
Glussa heilögum hann jós við engils-undirleik banjós,
sóknar, glussi gældi við prest , lalalala glussi gældi við prest.
Seitlaði glussi álengdar, Seint gat sá glussi talist slor
Úr skjóli handan við gamlan Dodge, Ég fylgdist með föður vor
Drottinn þynnti glussa sinn, Jós yfir sóknarprestinn
Svo húð hans myndi nærast.
Um glussabað, Hann Drottinn bað, Það presti var kærast
Það var um miðja aðventu
Drottinn með glussa-svuntu. Stóð yfir glussa-brunni
Glussa heilögum hann jós við engils-undirleik banjós,
sóknar, glussi gældi við prest , lalalala glussi gældi við prest.
Að lokum prestur í glussann grét, Drottinn í jötu lagði kút
Hann lagð´á bringu hans glussatjakk, Og glussa-vættan klút
Sá ég lokast glussa-kar, Og svo birtust bakarar
Með fullt fangið af kleinum
Þá Drottinn hvarf, En fagna varð Glussanum hreinum
Það var heilög gluss-anótt, Glussi Drottins flæddi hljótt
Um sóknarprestsins enni.
Seig var sú glussa-blessun, Aldrei gleyma því ég mun
hvernig, glussi gældi við prest, lalalala glussi gældi við prest
Ég flyt inn frá Ítalíu, Há-gæða gír-olíu
Margfalt betra en feiti, Ég sólginn er í eldsneyti
Ég glussann finn á ný, Streyma mér innaní
Ég flyt hann inn frá Ítalíu
Í kjallaranum allt er klárt, Glussa Stampinn þreif
Rafstöðin í horninu, Ég start-enni með sveif
Glussadælan tilbúin, Slanga, trekt og skeið
Ég finn að ég bólgna, Er ég finn minn ástfólgna
Glussa streyma rétta leið
Ég flyt inn frá Ítalíu, Há-gæða gír-olíu
Margfalt betra en feiti, Ég sólginn er í eldsneyti
Ég glussann finn á ný, Streyma mér innaní
Ég flyt hann inn frá Ítalíu
Ég hræri glussan rangsælis, Hann ilmar aldeilis
Ég bæti í hann rauðspritti, Mjúk olían er blizz
Ég kveiki undir hellunni, og brugga glussa seið
Ég pressa þennan vessa, Með tárum saftið blessa
Svo glussinn rati rétta leið
Ég flyt inn frá Ítalíu, Há-gæða gír-olíu
Margfalt betra en feiti, Ég sólginn er í eldsneyti
Ég glussann finn á ný, Streyma mér innaní
Ég flyt hann inn frá Ítalíu.
Ég óska mér tólf tonna beltagröfu, Smurolíuhandbók fylgir með
Bakkói á Hitachi traktorsgröfu, Landbúnaðartæki til sölu
Glussadrifna snjótönn á skot-bómulyftara, Gömul steypuhrærivél
Gott væri að eiga kraftmikinn trjákurlara, Og ódrepandi Hondu CR-V
Hugheilar Jólakveðjur frá Per:Segulsvið,
Traktorsdrifnar rafstöðvar, fellanleg rúlluhlið,
Með einlægum óskum, Um glussa jóla-frið
Hugheilar jolakveðjur frá Per Segulsvið.
Mig langar í glussa knúnar skólpdælur, Með sex lítra forþjöppu
Bensíndrifin staura bor, bása- og drenmottur, fjóra Continental hjólbarða
Öfluga Yamaha rafstöð, sóluð vetrardekk, sterk og vönduð smíð
Samstæða standlampa úr eik eða tekk, við eigum fyrirliggjandi
Hágæða spæni og vel þurrkaða spón köggla, Nú aftur á tilboði
Gott væri ef þú gæfir mér sænska vefstóla, Og ódrepandi Hondu CR-V
Hugheilar Jólakveðjur frá Per:Segulsvið
Lítið ekin Scania, Niðursoðin svið
Með einlægum óskum um Glussajóla-frið
Svefnbekkur frá Kristjáni, Weckman veggjastál,
Brakandi ferskt og nýupptekið rósakál
Með einlægum óskum um Glussajóla-frið
Hugheilar Jólakveðjur frá Per: Segulsvið
Jólin nálgast
Ég vafraði einn ofan í bæ,
Pæli í því hvað ég eigi að gefa þér
Jólin nálgast
Ég veit að þetta verður allt í lagi,
En ég er kominn í smá vandræði
Jólin nálgast
Er ég of seinn? Hvað gefurðu konu með ofnæmi?
Er ég of seinn? Að panta eitthvað fallegt frá Shanghai
Er ég of seinn? Að flytja inn erlent Gazellu-hræ
Er ég of seinn? Að kaupa glussatjakk, ómæ ómæ
Er ég of seinn? Að sérsauma á þig mittis-jakka
Er ég of seinn? Að hanna fyrir þig hugbúnaðarpakka
Jólin nálgast,
Verslunarstjórinn veifaði mér hæ,
og rétti mér kremprufu
Jólin nálgast,
Ég ræddi við skósmiðinn í Grímsbæ,
hann bauð mér í Þorláksmessu-samkvæmi
Jólin nálgast,
Er ég of seinn? Hvað gefurðu konu með ofnæmi
Er ég of seinn? Að panta eitthvað fallegt frá Shanghai?
Er ég of seinn? Að flytja inn erlent Gazellu-hræ?
Er ég of seinn? Að kaupa glussatjakk, ómæ ómæ
Er ég of seinn? Að sérsauma á þig mittis-jakka?
Er ég of seinn? Að hanna fyrir þig hugbúnaðarpakka?
Kátur glussinn úr gröfu flæðir,
gleður jólasvein og fæðir
Fegrar glussi Chicago.
Glussasnjór..
Prýðir jólakökur og kransa,
mjúkar kinnar Tony Danza
Axlir Gumma og Óla Jóh.
Glussasnjór....
Þekur gasgrill og greniskóg
og gagnaugun á Keikó.
Jóla jafningur frelsarans,
Glussi Jósefs og Maríu hans
Glussa elgurinn áfram rennur,
Þekur graflax og glimmer-spennur
En það sem yndislegast er þó.
Glussasnjór..
Okkur er fæddur frelsari,
Glussa jóla-jesúbarnið Per
með lítinn glussageislabaug,
hann lýsir upp desember
Hundgá heyr minn glussa-her,
í glussa-jötu hér
okkur er fæddur frelsari,
glussa-jóla jesú barnið Per
Per blístrar fallegt lítið lag,
úr "Dansar við úlfa"
með glussa skreyttan ventlabaug,
og slaufur um ökklana
Fyllti jötu frelsarans,
iðnaðar-glussi trúið mér
okkur er fæddur frelsari,
glussa-jóla jesú barnið Per
Foreldrar Pers vildu ekki sjá þetta
glussa-skreytta barn
þau földu hann í Mjóddinni,
hann var alltof árásargjarn
Glussa kristur frelsari
lýsti upp gjörvalt Neðra Breiðholt
"þú verður fínn gröfumaður",
sagði kennslukona hans afar stolt.
Fyllti jötu frelsarans,
iðnaðar-glussi trúið mér
okkur er fæddur frelsari,
glussa-jóla jesú barnið Per
„Haukur minn! Myndirðu koma og hjálpa mér aðeins vinur.
Ég er í smá vandræðum með jólabrúsann.
Ventillinn virðist eitthvað stífur.
Lommér að sjá, já já, nú held ég þetta sé komið.
Ég náði að mýkja ventilinn aðeins.
Jæja strákar. Nú opna ég á brúsann maður.
Stígðu aðeins frá Arnar minn,
þú vilt ekki fá kalkúnskip í augað ástin.
Jæja, allir tilbúnir.
Nú sprautast þau út maður!
Hæ hæ! Nú sprautast út jólin..“
Með ventils-vísifingri, ég úða nú skraut´og glingri
Út þrýstist jóladúkur, blágrenitré og rjúpur
ilmandi greninálar, svo kætast kardinálar
Því að í einum hvelli ... það sprautast út jól
Nú sprautast út ... aðventuljósin mild
Nú sprautast út ... bróderuð dýrlingamynd
Nú sprautast út ... keramik jólakind
Það sprautast út ... Það sprautast út jól
Enn jólabrúsinn dansar, glitrandi skart og kransar
Úr úðabrúsa rennur, gyllt jólaskraut og spennur
Prestur í mittisjakka, glussi á jólatjakka
Allthreint í einum hvelli ... það sprautast út jól
Nú sprautast út ... Músastigar að vild
Nú sprautast út ... jólastjarna sígild
Nú sprautast út ... Ilmandi sumargotsíld
Það sprautast út ... Það sprautast jól
Ekkert í brúsann vantar, jólaöl einhver pantar
Út streymir kaldur safi, aðventuorkugjafi
Glasseruð kalkúnaspjót, Orabaunafljót
Allthreint í einum hvelli .. það sprautast út jól
Ég færi þér poka af magnesíum flögum
Helli volgri baðolíu yfir mjúkan háls
Klæði þig í þurra og örvandi bast-lúffu
Bíð þér með mér í aðventuferð uppá Krókháls
Les upphátt fyrir þig innihald kremprufu
Árstíðarbundinnar vöru úr the Body Shop
Ræðum nærandi mild áhrif papaya
Sæki handa þér nýþveginn frotte-slopp
Berfættur læðist gegnum balsam-ilminn
Ber lífrænt rakakrem á hrjúfan sköflunginn
Það er svo dásamlegt að dekra aðeins við húðina
Tilhlökkun jólanna dansar við krem hjúpinn
Þú stígur upp úr árlegu jólabaði, Óbærilegur sléttleiki húðarinnar
Þú stígur upp úr alvöru jólabaði, jólaljósin glampa á spegilsléttu enni þínu
Þú stígur upp úr árlegu jólabaði,, Einstök Aloa-Vera blanda hjúpar þína vanga
Þú stígur upp úr alvöru jólabaði, Óbærilegur sléttleiki húðarinnar
Hvað kostar aftur þessi frábæri húðmaski?
Hefur virka efnið ekki verið rannsakað?
Er þessi skeggolía áreiðanleg vegan?
hún var framleidd í Köln fyrir Frakklandsmarkað
Hreinsum óhreinindi. Ég vill vernda húð þína
Veita henni þann raka sem hún þarfnast
Hvernig er það? Á mamma þín rakakrem?
Allir þurfa eiga gott og græðandi lósjön
Ég hvísla að þér nærandi orðum um húðina
Maka ilmsöltum á spegilsléttar axlirnar
Húðin er ferðbúin, rakastigið fullkomið.
skellum okkur í aðventu ferð uppá Krókháls.
Þú stígur upp úr árlegu jólabaði, Óbærilegur sléttleiki húðarinnar
Þú stígur upp úr alvöru jólabaði, jólaljósin glampa á spegilsléttu enni þínu
Þú stígur upp úr árlegu jólabaði,, Einstök Aloa-Vera blanda hjúpar þína vanga
Þú stígur upp úr alvöru jólabaði, Óbærilegur sléttleiki húðarinnar
Ég man þegar við kynntumst fyrst
Ég var tuttugu og fimm og hálfs
Við unnum saman á Max-einum
Dekkjaverkstæði uppá Krókháls
Þú sást um dekkjahótelið
Ég sá um ýmsar smáviðgerðir
Þú varst fáránlega góður í keilu
Bauðst mér að horfa á
Það var sem að ég hefði vaknað
Allt það sem að ég hafði saknað
Keypti mér keilufatnað
Skórnir smellpössuðu mig á…
Ég mæti í vinnuna í dag, Í gljáfægðum keiluskóm
Byrjaður að æfa keilu, Afhjúpaði leyndardóm
Þú spreyjaðir innlegg mín
Glussa úr úðabrúsa góðum
Kallinn byrjaður í keilu
af keilu fæ aldrei nóg
Við æfum saman keilu (keilu) æfum keilu,
Að æfa keilu (keilu) saman í keilu,
Keiluuu uúúú … keiluuu uúú
Í keiluhöllinni ég fann
Fulla brúsa af bowling bóni
Byrjaður að æfa keilu
Gleymi mínum húðsjúkdómum
úr sleipri olíunni rann
blíður sannleikur um bowling
Kallinn byrjaður í keilu
af keilu fæ aldrei nóg
Það var sem að ég hefði vaknað
Allt það sem að ég hafði saknað
Keypti mér keilufatnað
Skórnir smellpössuðu mig á…
Ég mæti í vinnuna í dag,
Í gljáfægðum keiluskóm
Byrjaður að æfa keilu,
Afhjúpaði leyndardóm
Í keiluhöllinni ég fann,
ég fann þig minn bowling bróðir
Kallinn byrjaður í keilu, af keilu fæ aldrei nóg
Af glussa, ég gef þér brúsa
Þín uppáhalds vökvakerfisolía
Glussinn, mjúkur og tær
Nærir húð þína að nýju
Af glussa, ég gef þér sopa
Árgangur með fágæta eiginleika
Glussinn, mjúkur og tær
Umvefur þig mildri hlýju
Síðasti glussinn
Í gjafapappír, ég pakka honum inn
Glussabrúsi, í glaðning handa afa
Það elska jú allir, þennan indæla safa
Húð gamla mannsins af glussa ljómar,
Af vörum hans líða ljúfi jólatónar
Sá aldraði blístrar búggalú
Og húð hans hvíslar á, glæný hafmeyjatattú
Af glussa, ég gef þér brúsa
Þín uppáhalds vökvakerfisolía
Glussinn, mjúkur og tær
Nærir húð þína að nýju
Af glussa, ég gef þér sopa
Árgangur með fágæ ta eiginleika
Glussinn, mjúkur og tær
Umvefur þig mildri hlýju
Glussinn mýkir, hnjáliðina
Það auðveldar afa vonandi biðina
Hvenær kemur amma aftur heim frá Las Palmas?
Nei, Það er aldrei of seint að fá sér tapas
Hellum glussa yfir hrygginn, afar marinerast
Nuddum vel upphandlegginn, í kreminu speglast
Úh, úh... aðventuljósin út í glugga
Tappi af glussabrúsa
Af glussa, ég gef þér brúsa
Þín uppáhalds vökvakerfisolía
Glussinn, mjúkur og tær
Nærir húð þína að nýju
Af glussa, ég gef þér sopa
Árgangur með fágæta eiginleika
Glussinn, mjúkur og tær
Umvefur þig mildri hlýju
Líkami minn er að þorna, Líkami minn er að þorna
Ég þarf nauðsynlega að fá doldið lósjön
Ég þarf örlítið lósjön á mitt enni
Ég er til í það til í það, Ég er til í það til í það
Örlítið krem, Örlítið krem, örlítið krem
Líkama í soja marinera
Líkama í soja marinera, ég er húðkapteinn
soja húðkapteinn, soja húðkapteinn
Raka þarfnast, raka þarfnast, raka þarfnast, ég þarfnast
Líkami minn er að þorna, Líkami minn er að þorna
Ég þarf nauðsynlega að fá dálítið lósjön
Ég þarf örlítið lósjön á mitt enni
É´r til í það til í það
Líkami minn er að þorna, Líkami minn er að þorna
Ég þarf nauðsynlega að fá dálítið lósjön
Ég þarf örlítið lósjön á mitt enni
É´r til í það til í það, É´r til í það til í það
Örlítið krem, örlítið krem, örlítið krem
Raka þarfnast, raka þarfnast, raka þarfnast, raka þarfnast
Ég sakna þín nýþungi spánverjinn minn
Þú varst mjúkur og sætur og hlýr
Húð þín var dúnmjúk og dýrðleg þín kinn
Og ökklarnir digrir sem brýr
Æ, kysstu mig Pablo í síðasta sinn
Ó, akfeiti spánverjinn minn
Djúpt augu þín sokkin í andlitið inn
Undirhakan sem heilt ævintýr
Þungi þinn ærinn, þýður raddblærinn
og sílspikuð ást þín svo hýr
Æ, kysstu mig Pablo í síðasta sinn
Ó, akfeiti spánverjinn minn