Soðkaffi

Það var í óktóber síðastliðnum að hljómsveitin Haugar gaf út lagið „Skinn snertir skinn” við töluverðan fögnuð indíhunda af öllum kynjum.

Síðan þá hefur mikið covid runnið til sjávar en rokkið rígheldur Haugum og knýr þá til að gefa út meira. Afraksturinn er slabbsmellurinn „Soðkaffi.” Í laginu kemur seiðkarl við sögu sem og torfærur tilhugalífsins. Hlustendur geta gert ráð fyrir þotugítar, effektamalbikun, urrandi bassa, stórum trommum og angurværum söng sem svífur yfir háværri súpunni sem komin er á fössandi suðu áður en yfir líkur.

Hauga skipa:
Árni sem spilar á gítar og sér fyrir grafíska hlutanum, Birkir sem trommar, Markús sem syngur með sjálfum sér og orti textann, Ólafur sem spilar á gítar og bassa og snýr tökkum, ýtir sleðum og Örn sem spilar á gítar og tengir snúrur.

Hljóðjafnað í Sonelab af Justin Pizzoferrato.

Hlustaðu / Listen