Soðkaffi

Soðkaffi

Hljómsveitin Haugar varð til árið 2018 þegar fimm tónlistarmenn sameinuðu krafta sína. Meðlimir hafa áður starfað í fjölbreyttum hljómsveitum og verkefnum, en í Haugum fannst farvegur þar sem nýfundin orka og sameiginlegur áhugi á tónlistarsköpun mættust.

Í upphafi var áherslan lögð á að fanga hráa, háværa orku sem samtímis er melódísk og aðgengileg. Útkoman er frumraun sveitarinnar, platan "Soðkaffi", sem inniheldur tíu lög unnin á árunum 2019–2025. Þrjú þeirra hafa þegar komið út á streymisveitum, en platan sjálf birtist nú á geislaplötu, hljóðsnældu og sem stafrænt niðurhal á Bandcamp. Einnig er heimasmíðaður-vefspilari í boði fyrir hlustendur.

Upptökur fóru fram í heimastúdíóum Vogor Records meðlima. Justin Pizzoferrato (Sonelab) sá um hljóðjöfnun/masteringu. Útkoman er grófur en þó heillandi hljóðheimur, þar sem melódískt kaos og íslenskur hversdagsleiki blandast saman í óvæntan kokteil.

Haugar eru:

Árni Þór Árnason: Gítar & Grafík
(JOHL IUJV, Mug, Stafrænn Hákon, Stroff, RokRef, Per:Segulsvið, Vogor)

Birkir Fjalar Viðarsson: Trommur
(Bisund, Störnukisi, I Adapt, Celestine, Hellvar, Gavin Portland, Hryðjuverk)

Markús Bjarnason: Söngur & textar
(Sofandi, Skátar, Stroff, Markús & The Diversion Sessions)

Ólafur Örn Josephsson: Gítar & bassi, upptökur & mix
(Stafrænn Hákon, Calder, Náttfari, Per:Segulsvið, Vogor)

Örn Ingi Ágústsson: Gítar
(Seabear, Skakkamanage, Stroff)

Haugar bjóða þér að sækja eintak af Bandcamp síðu sinni sem promotional efni