CLOSE {X}

Per:Segulsvið

Er ég of seinn?

December 3, 2021

Er ég of seinn?
FULL IMG >
Choose your preferred streaming service

Information

Aðventan er tími sem Per fagnar síendurtekið, nú leitar Per að hinni fullkomnu jólagjöf fyrir nákominn aðila.

Árni Þór Árnason: Teikningar
Lárus Sigurðsson: Rafgítar skraut
Ólafur Josephsson: Bakraddasöngur, trommur, kassagítar, bassi, hljómborð, hristur,
Svanur Magnús: Texti, söngur

Tracklist

Lyrics

Er ég of seinn?

Jólin nálgast
Ég vafraði einn ofan í bæ,
Pæli í því hvað ég eigi að gefa þér

Jólin nálgast
Ég veit að þetta verður allt í lagi,
En ég er kominn í smá vandræði

Jólin nálgast
Er ég of seinn? Hvað gefurðu konu með ofnæmi?

Er ég of seinn? Að panta eitthvað fallegt frá Shanghai
Er ég of seinn? Að flytja inn erlent Gazellu-hræ
Er ég of seinn? Að kaupa glussatjakk, ómæ ómæ
Er ég of seinn? Að sérsauma á þig mittis-jakka
Er ég of seinn? Að hanna fyrir þig hugbúnaðarpakka

Jólin nálgast
Verslunarstjórinn veifaði mér hæ,
og rétti mér kremprufu

Jólin nálgast
Ég ræddi við skósmiðinn í Grímsbæ,
hann bauð mér í Þorláksmessu-samkvæmi

Jólin nálgast
Er ég of seinn, hvað gefurðu konu með ofnæmi?

Er ég of seinn? Að panta eitthvað fallegt frá Shanghai?
Er ég of seinn? Að flytja inn erlent Gazellu-hræ?
Er ég of seinn? Að kaupa glussatjakk, ómæ ómæ
Er ég of seinn? Að sérsauma á þig mittis-jakka?
Er ég of seinn? Að hanna fyrir þig hugbúnaðarpakka?

Glussaskap

Ég flyt inn frá  Ítalíu, Há-gæða gír-olíu
Margfalt betra en hveiti, Ég sólginn er í eldsneyti
Ég glussann finn á ný, Streyma mér innaní
Ég flyt hann inn frá Ítalíu

Í kjallaranum allt er klárt, Glussa Stampinn þreif
Rafstöðin í horninu, Ég start-enni með sveif
Glussadælan tilbúin, Slanga, trekt og skeið
Ég finn að ég bólgna, Er ég finn minn ástfólgna
Glussa streyma rétta leið

Ég flyt inn frá Ítalíu, Há-gæða gír-olíu
Margfalt betra en hveiti, Ég sólginn er í eldsneyti
Ég glussann finn á ný, Streyma mér innaní
Ég flyt hann inn frá Ítalíu  

Ég hræri glussan rangsælis, Hann ilmar aldeilis
Ég bæti í hann rauðspritti, Mjúk olían er deig
Ég kveiki undir hellunni, og brugga glussa seið
Ég pressa þennan vessa, Með tárum saftið blessa
Svo glussinn rati rétta leið

Ég flyt inn frá Ítalíu, Há-gæða gír-olíu
Margfalt betra en feiti, Ég sólginn er í eldsneyti
Ég glussann finn á ný, Streyma mér innaní
Ég flyt hann inn frá Ítalíu.


REVIEWS