CLOSE {X}

Per:Segulsvið

Óbærilegur sléttleiki húðarinnar

December 1, 2023

Óbærilegur sléttleiki húðarinnar
FULL IMG >
Choose your preferred streaming service

Information

Jólin eru umfram allt hátíð húðarinnar. Hátíð ljóssins. Hvað á Per Seguslvið við með þeirri fullyrðingu? Það er jú einfalt og frekar augljóst. Án húðarinnar væru jólin ekki nándar nærri eins hugguleg – það gefur auga leið. Allur jólaundirbúningur er alfarið háður tilveru húðarinnar.Án húðarinnar, geta einföld verkefni, svo sem að kreista ferskar sítrónur yfir ilmandi graflaxinn, valdið langvarandi og þrálátum sviða.Án húðarinnar, getur það eitt að ganga um klæddur í stífpressaðar jólabuxur reynst skelfileg lífsreynsla.Án húðarinnar, er allt föndur, músastigar og öll vinna með krep-pappír alfarið úr myndinni.Svo í almáttugs bænum, hugið því vel að húðinni yfir hátíðirnar.

Árni Þór Árnason: Listrænn yfirstjórnandi. Bassi í Jól á brúsa.

Lárus Sigurðsson: rafgítar, akústísk strengjahljóðfæri í hinum ýmsu lögum.

Nói Steinn Einarsson: Trommuleikur

Ólafur Josephsson: Rafgítar, Akústísk strengjahljóðfæri, Rafbassi,Söngur

Steindór Ingi Snorrason: Gítarleikur í Raka þarfnast

Svanur Magnús: Textasmiður og söngur

Tracklist

Lyrics

Óbærilegur sléttleiki húðarinnar

Ég færi þér poka af magnesíum flögum
Helli volgri baðolíu yfir mjúkan háls
Klæði þig í þurra og örvandi bast-lúffu
Bíð þér með mér í aðventuferð uppá Krókháls

Les upphátt fyrir þig innihald kremprufu
Árstíðarbundinnar vöru úr the Body Shop
Ræðum nærandi mild áhrif papaya
Sæki handa þér nýþveginn frotte-slopp

Berfættur læðist gegnum balsam-ilminn
Ber lífrænt rakakrem á hrjúfan sköflunginn
Það er svo dásamlegt að dekra aðeins við húðina
Tilhlökkun jólanna dansar við krem hjúpinn

Þú stígur upp úr árlegu jólabaði,Óbærilegur sléttleiki húðarinnar
Þú stígur upp úr alvöru jólabaði,jólaljósin glampa á spegilsléttu enni þínu
Þú stígur upp úr árlegu jólabaði,,Einstök Aloa-Vera blanda hjúpar þína vanga
Þú stígur upp úr alvöru jólabaði,Óbærilegur sléttleiki húðarinnar

Hvað kostar aftur þessi frábæri húðmaski?
Hefur virka efnið ekki verið rannsakað?
Er þessi skeggolía áreiðanleg vegan?
hún var framleidd í Köln fyrir Frakklandsmarkað

Hreinsum óhreinindi. Ég vill vernda húð þína
Veita henni þann raka sem hún þarfnast
Hvernig er það? Á mamma þín rakakrem?
Allir þurfa eiga gott og græðandi lósjön

Ég hvísla að þér nærandi orðum um húðina
Maka ilmsöltum á spegilsléttar axlirnar
Húðin er ferðbúin, rakastigið fullkomið.
skellum okkur í aðventu ferð uppá Krókháls.

Þú stígur upp úr árlegu jólabaði,Óbærilegur sléttleiki húðarinnar
Þú stígur upp úr alvöru jólabaði,jólaljósin glampa á spegilsléttu enni þínu
Þú stígur upp úr árlegu jólabaði,,Einstök Aloa-Vera blanda hjúpar þína vanga
Þú stígur upp úr alvöru jólabaði,Óbærilegur sléttleiki húðarinnar

REVIEWS