CLOSE {X}

Per:Segulsvið

Jól undir súð

December 19, 2017

Jól undir súð
FULL IMG >
Choose your preferred streaming service

Information

Per: Segulsvið fagnar jólunum í sannkallaðri núðluparadís.

Per:

Svanur Magnús: Texti
Ólafur Josephsson: músík
Árni Þór Árnason: Grafík

Tracklist

Lyrics

TEXTI:

Á leið ofan núr Fellum,
við ókum undir brú
í svörtum satínjökkum
á stationbíl við þrjú
Þá byrjaði að snjóa,
við ræddum um kúngfú
Ég rétti þér hönd mína,
en þá hrópaðir þú

Jól uppí Fellum
Jól útí í bíl
Jól undir stýri
Jól á ljótum jökkum
Jól eru hraðahindrun
Jól eru undir brú
Jólin eru samt eiginlega - bara þú

Við keyptum frosinn kalkún
Á tilboði útí Krambúð
Barnið grét í bílstólnum,
með bólgna slímhúð
Við náðum niðrí í Hlíðar,
Skepna útötuð í snúð
Snýttu honum á þessu,
Hrópaðir þú

Jól niðrí Hlíðum
Jól í risíbúð
Jól undir slefsmekkjum
Jól undir slímhúð
Jólin eru kalkúnn
Jólin eru út í búð
Jólin eru samt eiginlega, bara þú

Yfir volgan jafning,
múskati muldir þú
Straukst mér um vangann,
Afmyndaðan af bjúg
Settum plötu á fóninn
Þú baðst um Eryku Badú
Ég neitaði snarlega
Og setti á U2

Jól eru múskat
Jólin er í bjúg
Jól í augum Bono
Jóliin eru í uppstúf
Jólin eru undir súð
Jólin eru U2
Jólin eru samt eiginlega, bara þú

Jólin eru útbrot á nokkuð sléttri húð
Jólin eru samt eiginlega bara þú
Jólin eru Ítalir með þunnan bleikan klút
Jólin eru límmiðar á kviðnum á marhnút
Jólin eru líkaminn á flogaveikum strút
Jólin eru samt eiginlega bara þú
Jólin eru síðdegis í lyftu utanúss
Jólin eru allstaðar, jólin eru djús
Jólin eru innileg, aðeins of innilegt knús
Jólin eru samt eiginlega bara þú

REVIEWS